Færsluflokkur: Bloggar

Það styttist óðum!

Nú styttist þetta en í fyrramálið mun ég fljúga til Stokkhólms og ekki laust við að það sé smá spenningur/kvíðahnútur, en þetta verður allt í lagi þegar á hólminn er komið.

Ég er búin að vigta það sem ég verð með á bakinu og það eru rétt um 8. kg. Eitthvað mun bætast við þá þyngd þegar ég verð búin að nesta mig upp og ekki má gleyma vatnsflöskunni góðu.    Ég vona bara að þetta verði í nokkuð góðu lagi með þyngdina - það má öllu venjast.wink

Við erum búin að bóka gistingu fyrstu þrjá dagana og þannig mun það trúlega verða áfram, því okkur var sagt að  best væri að bóka gistingu tvo til þrjá daga fram í tímann, svo að við ættum öruggan svefnstað. 

Fyrir einhverjum dögum var snjór víða á þessari leið, en síðustu fréttir eru að nú sé sól og sumar og allur snjór farinn.                                                     

Já, ferðafélaginn minn sem ég á stundir með í einverunni hugsar alltaf um mig, ekki nein "feilspor" þar og gott að geta átt spjall við hann út í víðáttuna.smile

Jæja, þessi færsla verður látin duga þar til ég er komin í Svíaríkið og kemst í samband við net eða ef mér leiðist uppi á flugvelli, þá set ég kannski inn smá færslu, sjáum til.

Hlakka til að "sjá ykkur" hér.

"Hver vegur að heiman - er vegurinn heim".

kærleikskveðja

Konan á leið í enn eitt ævintýriðkiss.


Ólafsvegurinn frá Svíþjóð til Noregs, 24. maí - ?? 2019.

 Jæja, enn er ég að koma með nýtt pílagrímablogg og þetta er það sjötta í röðinni.smilecool

Nú mun ég halda til Selanger í Svíþjóð þann 24. maí nk. og ganga þaðan í vesturátt til Þrándheims í Noregi, svokallaða Olavsleið, en leiðin sem ég gekk 2017 frá Osló til Þrándheims er kölluð Guðbrandsdalsleiðin.

Báðar eru þessar leiðir tileinkaðar Ólafi helga Haraldssyni konungi, sem fór frá Svíþjóð með her sinn 1030 áleiðis til Noregs og ætlaði að endurheimta konungsríki sitt og koma á kristni en hann var drepinn í stríði við Stiklastad.

Þetta er um 580 km. leið og reikna ég með að vera  einn mánuð að þessu sinni ef allt gengur vel og "ferðafélaginn minn ósýnilegi" sem alltaf er með mér og lítur eftir mér gefur mér heilsu til þess að ljúka göngunni.

Ég fer með honum Ger frá Hollandi sem gekk með mér frá Osló til Þrándheims 2017.  Já!!! Hann hefur fengið leyfi frá Theu konunni sinni til þess að fara í þessa göngu með konunni frá Íslandi.

Leiðin okkar mun liggja frá strönd til strandar, um skóga, meðfram ám og vonandi líka yfir einhverjar, um sveitir, upp fjöll og niður í dali, um þorp og kaupstaði og gististaðir eru margir og örugglega misjafnir. 

Ég er lánsöm að geta gert það sem mér finnst skemmtilegt, fá að vakna hvern dag, láta eftir mér að fara fótgangandi milli staða, upplifa náttúru, menningu og mannlíf á hinum ýmsu stöðum og leggjast til hvílu í lok dags og þakka fyrir daginn.smile

Ef þið sem lesið þessar línur frá mér viljið fylgjast með mér, þá þætti mér vænt um það. Og það myndi gleðja þessa er þetta skrifar, ef þið létuð mig vita af ykkur af og til hér í athugasemdum neðan við færslurnar.

Ég vonast til þess að geta sett inn færslur hér í lok hvers göngudags ef ég verð ekki alveg búin á því.    En ef ekki þá kemur færsla einhvern annan dag.

Hugsið hlýlega til mín elskurnar mínar, ég hugsa heim á þessari göngu eins og á hinum sem ég hef farið áður.

Það heldur mér gangandi þegar gangan verður pínu erfið að vita af ykkur heima að fylgjast með og það yljar.

 

"Dag í senn, eitt andartak í einu".smilesmile

 

Þessi orð fylgja mér núna eins og áður og hafa reynst mér mikið vel. Þar til næst, hafið það sem best.

Rúna pílagrími á leið í sína sjöttu pílagrímagöngu.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband