Eftirköstin.

Jæja, það kom í ljós þegar ég kom heim að það var brot í sköflungi og því ekki skrýtið að ég fyndi til. Trúlega hefur komið sprunga í hann í pallaleikfimi í apríl, sem opnast svo eftir tæpar þrjár vikur á göngu en þá fór ég að finna mikið til.

Ég sleppti dögum vegna þessa, leiðinlegt en það var ekkert í stöðunni annað á þessum tíma.  En þrátt fyrir allt er ég ótrúlega glöð að hafa getað gengið síðasta daginn á þrjóskunni. Nú er ég búin að vera með hækjur frá 10. júlí og vonandi losna ég við þær 24. júlí þegar ég hitti lækni aftur og fer í myndatöku.

Sumarið verður eitthvað öðruvísi en ég reiknaði með, en vonandi á ég eftir að jafna mig og getað haldið áfram að njóta gönguferða. 


Bloggfærslur 15. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband