14. júní - föstudagur - hvíldardagur

Við erum enn hér í Stiklestad þremenningarnir og ég hvíli auma hnéð.  Fór snemma í háttinn í gær og svaf vel og þegar ég vaknaði og leit út um sjöleytið var gott veður.  Það var sólarlaust og logn, hefði nú verið gott að ganga í dag.  Ég náði sambandi við lækni í morgun í síma og hann ráðlagði mér að spara mig, allavega í dag, bera bólgueyðandi gel á auma blettinn og taka verkjalyf, forðast sem mest upp og niður klifur ef hægt er.  Eftir morgunmatinn og læknaviðtalið tókum við þá ákvörðun að fara með leigubíl til Verdal sem er 4 km hér í burtu.  Við þurftum að komast í hraðbanka og hafa seðla á reiðum höndum fyrir gistingarnar sem eftir eru.  Allt gekk það vel og ég fór í apótekið og keypti allskonar krem og lyf og vonandi hjálpar það eitthvað.  

Þegar ég kom aftur fór ég bara inn í herbergi að hvíla mig og ætla að hvíla mig fram að kvöldmat.  Ef ég verð ekki góð á morgun þá tek ég bíl til Munkeby, sem er næsti gististaður.  Þannig er staðan á mér í dag, ekki að svekkja mig á þessu meira, þetta gæti verið verra - svo miklu miklu verra.  Svo fékk ég gott símtal áðan að heiman, þá líður manni alltaf betur, þegar maður fær góð símtöl.  Læt vita af mér á morgu, vona að þið hafið það gott í sólinni.  Í lokin þetta:  "það sem þú átt í vasanum er ekki mikilsvert, eingöngu það sem þú átt í hjartanu".  

Pílagrímakonan sem vonar það besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband