21. júní - ekki göngudagur hjá mér.

Rigning og gott að kúra inni, geta hreinlega ekki gengið, (það er þetta með hnéð). Já ekki alveg sæla hjá mér, en það kemur dagur eftir þennan dag. 

Larry hinn ameríski hélt af stað kl. 6, Kirsten frá Þýskalandi lagði af stað kl. 7 og hollensku þremenningarnir biðu til 9.30, þá hafði stytt upp og ég var ein eftir. Það hefur verið mér svolítið erfitt að horfa á eftir pílagrímum leggja í hann og geta ekki verið með,  en kannski er þetta prófsteinn hversu þrjósk ég er. 

Ég dundaði mér hérna í rólegheitunum innanhúss enda ekki sérlega hvetjandi að haltra um úti. Um tvöleytið birtist Ger, rennandi blautur, búinn að ganga í rigningunni frá 8.30 og þar af í 3. klst. í illfærum skógi.  

Karlgreyið var mjög þreyttur og sagði að ég hafi tekið rétta ákvörðun um að ganga ekki þessa tvo síðustu daga. (Alltaf að hughreysta mig, ég átti enga möguleika á að ganga)

Við erum búin að tryggja gistingu fyrir okkur í Þrándheimi og gott að það er frá. 

Ekkert markvert gerðist það sem eftir lifði þessa dags, ég  var að reyna að undirbúa mig fyrir morgundaginn, nudda hnéð og taka verkjalyf reglulega. Það er það eina sem er reglulegt hjá mér, annað er bara svona eftir hendinni. 

En ég er farin að hlakka til endalokanna á göngunni. Það verður ljúft að eiga nokkra daga í Stokkhólmi með góða mínum - ég hlakka svoooo til. 

Í lokin þetta: Hver vegur að heiman er vegurinn heim.

Ég er á leiðinni....bjartsýn og vongóð um morgundaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband