26. maí - sunnudagur

Vöknuðum snemma eftir góðan svefn og hvíld.  Logn en sólarlaust þegar við lögðum í hann klukkan 8:20, annan dag göngunnar.  Allur dagurinn var nokkurn veginn svona:  The long and winding road!  Öll leiðin á sama veginum, smá brekkur eða hallar af og til. 

Það sem braut upp þessa endalausu göngu voru kyrrðin, fuglasöngur, þytur í laufum trjánna sem umluktu okkur alla leiðina og svo hljóðin í skónum okkar.  Tvisvar fengum við smá rigningu og þá var regnhlífinni skellt upp, ekkert verið að fara í regnföt, hér var nefnilega logn.  

Komum til Stöde camping klukkan 12:40.  Þetta er svæði með litlum og stórum bústöðum sem hægt er að leigja.  Við höfðum pantað einn af þessum litlu en konan sem tók á móti okkur hefur trúlega fundið til með okkur, fundist við vera orðin gömul, svo hún lét okkur hafa stóran bústað.  

Aldeilis frábært fyrir okkur og mikið var hún ég glöð,, þegar hér var boðið upp á wi-fi.  Loksins gat ég farið að koma blogginu mínu af stað - takk Særún mín.  

Mér líður vel, finn til á hinum ýmsu stöðum, blöðrur hingað og þangað en þegar sturtuheimsókn er búin verður bara allt betra.  Hvað næsti dagur færir mér kemur í ljós.  

Í lokin: "Innan um erfiðleikana felast tækifærin".  

 

Kær kveðja

Rúna í Svíaríki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi allt vel elsku sys💖💖

gunnþórunn gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2019 kl. 22:59

2 identicon

Það er gaman að vera ritarinn þinn elsku mamma mín - hlusta á þig segja frá í skilaboðunum, þá er næstum eins og þú sért hér við hliðina á mér <3  Gaman að sjá fyrstu myndirnar, þetta verður eitt ævintýri, það er alveg ljóst.  Gangi þér áfram vel mamma mín, farðu vel með þig.

dóttirin (IP-tala skráð) 26.5.2019 kl. 23:06

3 identicon

Rúna, þetta er frábært og spennandi . Svooo gaman að lesa :-) 

Guðrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2019 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband