Framhald frá sunnudegi

Við fórum að borða á veitingastað og fengum okkur bara góðan mat.  Svo fórum við að rölta um bæinn og klukkan sjö römbuðum við á gömlu kirkjuna sem svo er kölluð.  Við fórum inn og þar sátum við notalega helgistund með 19 öðrum kirkjugestum og starfsfólki.  Þar á meðal var ung kona sem spilaði undurfallega á fiðlu og organisti lék undir.  Þetta toppaði alveg endirinn á góðum degi.  Núna er klukkan hálf níu og ég á leið í rúmið og það er eitthvað svolítið spennandi að gerast hjá okkur - kannski viðtal á morgun.  Það gæti verið, þið og við verðum að bíða og sjá.  Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Rúna mín! Þetta toppaði nú alveg sjómannahelgina hjá okkur hér á Ströndinni að lesa helgarbloggið þitt á mánudagsmorgni. Svo gaman að fylgjast með ævintýrum þínum og bæta við strikið á kortinu þínu af leiðinni. Ha det bra :-) 

Guðrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2019 kl. 08:55

2 identicon

Lífoð er yndislegt.Alltaf eitthvað fallegt að ske á hverjum degi.Knús frá mér til þín.💖💖

gunnþórunn gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2019 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband