9.6.2019 | 15:07
9. júní - hvítasunnudagur
Sæl öll, það er hér ritarinn sem heilsar (sumsé dóttir hennar Rúnu, Særún). Mamma hringdi, hún er í góðu formi en verður netlaus í dag og á morgun. Hún er núna stödd í Tannforsen (þessi staður er ekki á kortinu góða sem leiðin er merkt inn á en hlýtur að vera nálægt einhverju kennimerki þar). Á morgun fer hún svo til Medstugan. Þau hafa verið að reyna að ná sambandi með öllum tiltækum ráðum við gististað milli Medstugan og landamæranna en þeim er ekki svarað svo þau þora ekki að treysta á að fá gistingu þarna. Ef svo færi að enga gistingu væri að fá myndu þau þurfa að ganga yfir 30 kílómetra í stað yfir 20 og það er bara of mikið í hitanum sem þarna er núna. Þau hittu ameríkana í Tannforsen sem er líka að ganga og hann mun láta sækja sig til Medstugan og aka um 10 km lengra og hefja göngu þar. Þau fá vonandi far með þessum heiðursmanni sem þýðir að á þriðjudag munu þau fara yfir landamæri Svíþjóðar og Noregs :) Spennandi. Annars bað hún vel að heilsa og sendir kærleikskveðjur til allra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.