Það styttist óðum!

Nú styttist þetta en í fyrramálið mun ég fljúga til Stokkhólms og ekki laust við að það sé smá spenningur/kvíðahnútur, en þetta verður allt í lagi þegar á hólminn er komið.

Ég er búin að vigta það sem ég verð með á bakinu og það eru rétt um 8. kg. Eitthvað mun bætast við þá þyngd þegar ég verð búin að nesta mig upp og ekki má gleyma vatnsflöskunni góðu.    Ég vona bara að þetta verði í nokkuð góðu lagi með þyngdina - það má öllu venjast.wink

Við erum búin að bóka gistingu fyrstu þrjá dagana og þannig mun það trúlega verða áfram, því okkur var sagt að  best væri að bóka gistingu tvo til þrjá daga fram í tímann, svo að við ættum öruggan svefnstað. 

Fyrir einhverjum dögum var snjór víða á þessari leið, en síðustu fréttir eru að nú sé sól og sumar og allur snjór farinn.                                                     

Já, ferðafélaginn minn sem ég á stundir með í einverunni hugsar alltaf um mig, ekki nein "feilspor" þar og gott að geta átt spjall við hann út í víðáttuna.smile

Jæja, þessi færsla verður látin duga þar til ég er komin í Svíaríkið og kemst í samband við net eða ef mér leiðist uppi á flugvelli, þá set ég kannski inn smá færslu, sjáum til.

Hlakka til að "sjá ykkur" hér.

"Hver vegur að heiman - er vegurinn heim".

kærleikskveðja

Konan á leið í enn eitt ævintýriðkiss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur vel fyrsta göngudaginn í dag elsku mamma mín - klukkan er 8:03 hjá okkur sem þýðir að þið hafið lagt af stað fyrir 3 mínútum.  Ég hugsa hlýtt til þín allan daginn og hlakka til að heyra hvernig dagurinn fer.  Kærleikskveðja frá okkur öllum

Særún dóttir (IP-tala skráð) 25.5.2019 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband