Ferðalagið hafið

Jæja, ætli sé ekki best að byrja á byrjuninni, 24. maí.  Sit hér í flugstöðinni og klukkan er 05:55.  Fólk um allt og lífið er allskonar.  Það fer í gegnum huga minn núna "hvað bíður mín", " af hverju er ég með svona drauma sem taka á bæði andlega og líkamlega"?  Svörin sem ég hef er "þetta er svo gaman, forvitnilegt og heilmikil áskorun".  

Jæja, komin í vélina, smá töf því það er bilun í wc í vélinni.  Förum í loftið 8:20 og áætluð lending 13:03.  Þetta verður vonandi allt í lagi, ég get hvort sem er engu breytt þó ég vildi.  Gott flug, setið í hverju sæti, lent kl 13:02.  Ger beið eftir mér þegar ég kom út úr flugstöðinni og við fengum okkur kaffi.  Hann var búinn að kaupa lestarmiðana til Sundsvall.  Sú ferð tók 3 1/2 klst, kósý lest, rúmgott og fannst mér skrítið að þarna var seldur bjór um borð.  Þó svo mér þyki hann góður þá var orðið skrautlegt lífið í lestinni í lokin,hressir ungir menn voru búnir að fá sér aðeins of mikið öl.  Kannski eigum við eftir að upplifa þetta í borgarlínunni okkar?  

Það var rigning langleiðina, engin örvænting þó - fyrsti göngudagur framundan.  Ég gat aðeins blundað í lestinni og gott að slaka á.  Þegar við komum til Sundsvall tókum við strætó til Selanger.  Við fórum úr strætó og gengum einhverja hundruði metra að gististaðnum okkar.  Hann heitir Lilla appelgard.  Það var enginn heima en við vorum með skilaboð um hvernig við ættum að bjarga okkur.  Við vorum komin inn í hús um klukkan 7 um kvöldið eftir að hafa fengið leiðbeiningar um hvar þetta hús væri að finna frá Anne Li, konu sem býr þarna nálægt.  Alltaf einhver til að hjálpa pílagrímum á ferð.  Fengum okkur að borða og farið snemma í rúmið, langur dagur á morgun.  

Smá hugleiðing í lokin:  "Lífið er perluband augnablika - njóttu þeirra".

Kær kveðja til ykkar allra 

Konan, loksins byrjuð á ferðalaginu langa.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahaha sé þig alveg fyrir mér í lestinni með ölæðinu haha.  Knús elsku mamma - áfram gakk

dóttirin (IP-tala skráð) 26.5.2019 kl. 23:07

2 identicon

Gangi þér vel elsku Rúna mín og góða skemmtun.

Sigga H (IP-tala skráð) 27.5.2019 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband